Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Bowentækni

Bowentækni býður líkamanum tækifæri til að endurheimta eðlislægt heilsteypt ástand. Tæknin felst í röð hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi. Bowentæknimeðferð hefur þau áhrif á líkamann að hún kemur af stað heilunarferli, verkjalosun og endurnýjun á orku. Áhrifin af meðferðinni eru mjúk, djúp og afslappandi.

Bowen meðferð tekur um það bil 35-45 mínútur. Hægt er að vinna að mestu í gegnum þunn föt. Tvær til þrjár meðferðir með viku millibili, eru oft nóg til að ná fram varanlegum bata við langvarandi verkjum, þó eru stundum fleiri meðferðir nauðsynlegar. Meðferðaraðili notar þumla og fingur á ákveðna staði á líkamanum og gerir rúllandi hreyfingar með það að markmiði að trufla boðskipti til vöðva, bandvefs og orku innan líkamans.

Á meðan á meðferð stendur er tími sem skjólstæðingur er skilinn eftir einn til að leyfa líkamanum að melta þessar mjúku hreyfingar sem hafa verðið gerðar. Þetta gefur líkamanum tækifæri til að losa um spennu, draga úr verkjum og hefja heilunarferlið. Bowen tæknin hvetur líkamann til að laga sig sjálfan; þ.e. engri þvingun eða lagfæringu á vöðvum né afli er beitt við meðferð. Bowen tækni er ekki nuddaðferð.

Hvað er hægt að meðhöndla?

Flest þekkt vandamál s.s. bak- og hálsverki, hnévanda, íþróttameiðsl, axlarmein, tennisolnboga og öndunarvandamál. Einkenni eins og síþreyta, heymæði, höfuðverkur, nýrnavandamál og vandamál tengd sogæðakerfinu hafa öll brugðist vel við Bowen tækni meðferð. Sumt fólk notar Bowen tækni til að losa sig við streitu og viðhalda heilsu, með því að fara í 2-4 meðferðir á ári. Bowen tækni tekur einnig á öðrum einkennum. Meðferðin er örugg og áhrifarík fyrir alla aldurshópa. Yndisleg leið fyrir barnshafandi konur á meðgöngunni til að viðhalda jafnvægi líkama, huga og sálar.

Pantið tíma hér: akk@graenilotusinn.is eða 862-3700.

Hægt að koma í tíma í Reykjavík (Ljósheimum, Borgartúni 3, 3.hæð) eða á Akureyri.


Leave a comment

Vefslóð á æfingasett og hugleiðslur

Á vefslóðunum hér neðar er hægt að nálgast ýmis kundalini jógaæfingasett eftir forskrift Yogi Bhajan ásamt hugleiðslum.

Mælt er með að koma í nokkra hóptíma eða einkatíma áður en farið er að iðka á eigin spýtur til að hafa grunnatriðin í lagi. Það er líka nauðsynlegt til að fá aukna dýpt í iðkunina. Í einkatíma færðu líka ráðgjöf varðandi val á hentugu æfingasetti fyrir þinn líkama, huga og sál og stuðning í upphafi iðkunar.

Hér er hægt að nálgast kennslu Yogi Bhajan:

http://www.3ho.org/

http://www.yogibhajan.org/ybkriyas/index.php

http://shaktakaur.com/kriyas_meditations.aspx

Hér er möntrublað sem notað er í upphafi og lok iðkunar:

Hér er hægt að versla gongtóna á netinu. 

Smelltu hér til að fá andlega nafnið þitt sent. Valdir aðilar hjá 3Ho finna út andlega nafnið þitt samkvæmt ævafornri hefð og er það auðkenni sálar þinnar. Þannig hefur þú möguleika á að vaxa inn í merkingu nafnsins í þessu lífi.

Munið að tengja inn fyrir iðkun (sjá kennslumyndband hér á síðunni undir valinu kennslumyndbönd hér til hægri).

Mínar allra bestu kveðjur og gangi þér vel

Sat Naam

Arnbjörg Kristín

Sendu póst á þetta veffang til að bóka einkatíma: akk@graenilotusinn.is.


1 Comment

Jóga í vatni 1 árs, vertu velkomin í afmælistíma !

Í næstu viku verður jóga í vatni 1 árs. Kennsla hófst fyrir 1 ári síðan í sundlauginni í Boðaþingi 5-7 og stuttu síðar bættist sundlaugin á endurhæfingardeild Grensás við.

Í tilefni margra ánægjulegra stunda með iðkendum jóga í vatni á liðnu ári langar mig að bjóða þér að koma og gleðjast með okkur, gera jóga í vatni, fljóta um í slökun og hugleiða í heitum potti að því loknu.

Boðið er upp á frískandi og heilnæmar veitingar að tíma loknum.
Hér eru tímarnir í næstu viku sem þú getur skráð þig í. ATH nauðsynlegt er að skrá sig svo það fari vel um alla ; ).

Boðaþing 5-7 í Kópavogi:
(fylgdu blöðrunum niður í laugina frá inngangi)
Mánudagur kl 17:30-18:30
Miðvikudagur kl 17:30-18:30

Sundlaugin á Grensásvegi 62
(keyrt á bak við húsið og gengið inn um brúna rennihurð, það verða blöðrur á súlunum fyrir utan : D)
Þriðjudagur kl 17-18
Fimmtudagur kl 17-18

Skráning í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is

Hlakka mikið til að sjá þig
Arnbjörg Kristín

Smelltu hér til að lesa meira og deila með vinum á facebook.

Hér geturðu lesið meira um jóga í vatni.


Leave a comment

Meðgöngujóga í vatni á Akureyri

Kennsla á meðgöngujóga í vatni hefst í Glerárlaug á Akureyri þann 5. október nk.

Kennt verður annan hvern föstudag kl 14:45-15:45 til 14.des og er þetta yndisleg leið til andlegrar og líkamlegrar styrkingar til viðbótar við allt það góða sem í boði er fyrir barnshafandi konur.

Þetta eru alls 6 skipti og kosta þau 9.000,-kr. Ef þú vilt koma í stakan tíma er það hægt meðan pláss leyfir, verð á stökum tíma er 1.500,-kr.

Við gerum jógaæfingar, hugleiðslur og njótum fljótandi slökunar í hverjum tíma. Fróðleikur og fræðsla fléttast inn í hugleiðslur og æfingar. Hægt er að nýta sér hugleiðslurnar til heimaiðkunar á meðgöngunni og áfram út lífið : ).

Arnbjörg Kristín, kundalini jógakennari og jógískur ráðgjafi kennir meðgöngujóga í vatni á 2 stöðum í Reykjavík sem stendur. Hjá sjúkraþjálfurunum í meðgöngusundinu í sundlaug Hrafnistu í Laugarási og heldur námskeið á eigin vegum í Boðaþingi 5-7 í Kópavogi.

Verið hjartanlega velkomnar.

Skráning hjá Arnbjörgu Kristínu í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.


Leave a comment

Námskeið á Akranesi

Styrkur í kyrrð – námskeið fyrir konur.

Næsta námskeið hefst 26.október á Akranesi.

Þetta er ætlað konum og munum við hittast í 4 skipti og verður boðið upp á þáttöku í heimaástundun milli tíma sem tengist efninu. Yogi Bhajan, meistari í kundalini og hatha jóga varði stórum hluta af lífi sínu í að byggja konur upp. Hann taldi það vera samfélagslega mikilvægt því þær eru farvegur nýrra einstaklinga inn í þennan heim. Það er því með mikilli ánægju að geta boðið námskeið sem fjallar um það sem hann kenndi.

Það er kennt á 4 föstudagskvöldum, 26. okt, 9. nóv,23. nóv og 7. desember kl. 20-21:30.

Verð 11.000,- kr.

Skráning hjá Arnbjörgu Kristínu í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

“Your strength is how calmly, quietly and peacefully you face life.” -Yogi Bhajan