Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Hugleiðsluviðburður í lok árs

aramotahugleidsla2012

Í árslok er gott að líta yfir farinn veg, vega og meta og setja stefnu fyrir nýtt ár. Í því tilefni verður hugleiðsluviðburður í Orkulundi á Akureyri föstudaginn 28.desember kl 17-19. Hugleiðslurnar koma úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan.

Hér er dagskráin:

Fyrsta hugleiðslan hjálpar okkur að sleppa því sem liðið er
og þjónar okkur ekki lengur á nýju ári.

Gongslökun á eftir hugleiðslu sem hjálpar okkur að sleppa á enn dýpri hátt.

Önnur hugleiðslan heilar og nærir og er aðeins gerð
á fullu tungli. Það er fullt tungl þennan dag.

Þriðja hugleiðslan myndar góðan og bjartan farveg
fyrir komandi ár.

Gongslökun sem dýpkar þennan bjarta farveg og greiðir leið sálar þinnar.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest. Stundin verður létt,
ljúf og djúp við umvefjandi kertaljós.
Verð 2000,-kr.
Skráning í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

Mínar bestu kveðjur og hlakka til að horfa til bjartra tíma með ykkur.
Arnbjörg Kristín
Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi
bowentæknir og heilari.
www.graenilotusinn.is

Advertisements


Leave a comment

Vetrarsólstöðuhátíð á Akureyri og í Reykjavík

Vetrarsolstodur2012_vefur

IKYTA á Íslandi (félag kundalini jógakennara) býður til samveru í Reykjavík og á Akureyri á þessum merku tímamótum; 21.12.12. milli 20:00 og 21:30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og í Orkulundi á Akureyri.

Kundalini jóga, ether tattva hugleiðsla, möntrusöngur, gongslökun og samvera. Jógate og lífrænar smákökur!
Komum saman og fögnum á vetrarsólstöðum.

Notaleg samvera þar sem við tendrum ljósið innra og fögnum komu vatnsberaaldar.

Allir velkomir, fullorðnir sem og börn! Aðgangur er ókeypis.

ATH! Samkvæmt hefð kundalini jóga verður morgunástundun eða morgunsadhana kl. 06:00 -08:30 í Jógasetrinu, Borgartúni 20 Reykjavík og í Orkulundi, Akureyri þennan sama dag.


Leave a comment

Tími ljóss og friðar

candles2

Komdu og vertu með í upplyftandi og hlýlegum kundalini jógatíma í Orkulundi á Akureyri þann 15.desember (laugardagur) kl 10-11. Það verða næg kertaljós hjá okkur.

Þema tímans er aðventan, tími ljóss og friðar. Við leyfum því að endurspeglast innra með okkur í kundalini jógaæfingunum og hugleiðslu í lok tímans.

Við tökum svo lagið saman við gítarundirspil í lok tímans.
Ég hvet þig til að mæta og taka gest með þér.

Hlakka til að sjá þig og taka vel á móti þér.
Mandarínur í boði lok tímans !! : )
Verð 1200,-kr.

Skráðu þig endilega með að skrifa á vegginn á þessum viðburði.

Arnbjörg Kristín
kundalini jógakennari og jógískur ráðgjafi
www.graenilotusinn.is


1 Comment

Jóga í vatni 1 árs, vertu velkomin í afmælistíma !

Í næstu viku verður jóga í vatni 1 árs. Kennsla hófst fyrir 1 ári síðan í sundlauginni í Boðaþingi 5-7 og stuttu síðar bættist sundlaugin á endurhæfingardeild Grensás við.

Í tilefni margra ánægjulegra stunda með iðkendum jóga í vatni á liðnu ári langar mig að bjóða þér að koma og gleðjast með okkur, gera jóga í vatni, fljóta um í slökun og hugleiða í heitum potti að því loknu.

Boðið er upp á frískandi og heilnæmar veitingar að tíma loknum.
Hér eru tímarnir í næstu viku sem þú getur skráð þig í. ATH nauðsynlegt er að skrá sig svo það fari vel um alla ; ).

Boðaþing 5-7 í Kópavogi:
(fylgdu blöðrunum niður í laugina frá inngangi)
Mánudagur kl 17:30-18:30
Miðvikudagur kl 17:30-18:30

Sundlaugin á Grensásvegi 62
(keyrt á bak við húsið og gengið inn um brúna rennihurð, það verða blöðrur á súlunum fyrir utan : D)
Þriðjudagur kl 17-18
Fimmtudagur kl 17-18

Skráning í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is

Hlakka mikið til að sjá þig
Arnbjörg Kristín

Smelltu hér til að lesa meira og deila með vinum á facebook.

Hér geturðu lesið meira um jóga í vatni.


Leave a comment

Minjar Meistaranna – The Heart Shrine Relic Tour

 “World peace must develop from inner peace. Peace is not just the absence of violence. Peace is the manifestation of human compassion.”

– His Holiness the Dalai Lama

Það er sönn ánægja að segja frá því að sýning með minjum uppljómaðra andlegra meistara verður í jógasal Ljósheima 31.ágúst, 1.september og 2.september 2012. Aðgangur er ókeypis.

Fólki gefst meðal annars tækifæri á að koma og sjá minjarnar, hugleiða í návist þeirra og móttaka blessun minjanna.

Dagskrá sýningarinnar:

Opnunarathöfn frá kl 17-19 þann 31.ágúst 2012.

Opnunartími sýningar frá kl 10-19 þann 1. og 2. september 2012.

https://www.facebook.com/events/430397673648495/

EKKI MISSA AF ÞESSU EINSTAKA TÆKIFÆRI !

Ef þú deilir áhuga á þessum viðburði og vilt að aðrir fái að njóta þá skaltu endilega prenta þetta plakat út og hengja upp á þínum vinnustað, íþróttamiðstöð eða þeim stað sem þér dettur í hug.

Myndband sem fjallar um Maitreya verkefnið.


Leave a comment

Kynningartímar í Orkulundi 18. og 19. ágúst

Sérstakir kynningartímar verða 18.og 19.ágúst í Orkulundi, Viðjulundi 1 á Akureyri.

Þann 18.ágúst kl 10-11 verður kundalini jógatími, kl 11:15-12:15 sama dag verður kynningartími á námskeiðinu Innri styrkur-Innri friður, það er aðeins fyrir konur.

Þann 19.ágúst kl 19:30-20:30 verður hugleiðslu og kyrrðartími.

Verð 500,-kr fyrir stakan tíma. Allir velkomnir.

Kíkið á heimasíðuna http://www.orkulundur.is til að kynna ykkur staðinn.