Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Löng djúp öndun – kennslumyndband

Í þessu myndbandi lærir þú að anda langa djúpa öndun.

Öndun sem þessi hefur margvíslega heilsufarslega kosti í för með sér. Svæðin 3 sem loftið fer um nefni ég “hólf” til einföldunar. Það fer óhjákvæmilega loft um 2 efri hólfin í upphafi : ) en við fyllum það neðsta til fulls áður en hin tvö eru fyllt.

Hún hjálpar til við að koma reglu á blóðþrýsting, róar hugann, losar streitu og hjálpar þér almennt að slaka á í erli dagsins svo eitthvað sé nefnt. Ef þú átt erfitt með svefn er þetta leið til slökunar fyrir svefninn. Við öndum að meðaltali 16-18 sinnum á mínútu og ef við öndum 8 sinnum eða sjaldnar á mínútu hefjast heilunar og slökunarferlar líkamans skv. fræðum kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan.

Njóttu vel.

Sat Naam
Arnbjörg Kristín

Advertisements


Leave a comment

Að tengja inn – kennslumyndband

Hér kemur myndband sem sýnir hvernig við notum möntru í upphafi iðkunar til að tengja inn samkvæmt hefð kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hann lagði mikla áherslu á að gera það til að tengjast okkar innra og æðra og iðka andann í því rými. Smelltu hér til að skoða myndbandið.

Notkun tveggja mantra úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan í upphafi kundalini jóga- eða hugleiðsluiðkunar.

Fyrri mantran:
Ong Namo Guru Dev Namo
Ég lýt minni innri og æðri visku.

Seinni mantran:
Ad Gurey Nameh
Jugad Gurey Nameh
Sat Gurey Nameh
Siri Guru Devay Nameh

Ég lýt frumviskunni
Ég lýt visku aldanna
Ég lýt hinni sönnu visku
Ég lýt hinni miklu óséðu visku

Áður en lokað er með möntrunni Sat Naam er val um að fara með/syngja bænina Megi eilífðarsól eða á ensku May the long time sun.

Megi eilífðarsól á þig skína

kærleikur umlykja

þitt innra ljós þér lýsa

áfram þinn veg.
Mantra í lok iðkunar (þrisvar sinnum):
Sat Naam
Sannleikurinn er nafnið mitt

Sat Naam og gangi þér vel.

AKK