Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Vefslóð á æfingasett og hugleiðslur

Á vefslóðunum hér neðar er hægt að nálgast ýmis kundalini jógaæfingasett eftir forskrift Yogi Bhajan ásamt hugleiðslum.

Mælt er með að koma í nokkra hóptíma eða einkatíma áður en farið er að iðka á eigin spýtur til að hafa grunnatriðin í lagi. Það er líka nauðsynlegt til að fá aukna dýpt í iðkunina. Í einkatíma færðu líka ráðgjöf varðandi val á hentugu æfingasetti fyrir þinn líkama, huga og sál og stuðning í upphafi iðkunar.

Hér er hægt að nálgast kennslu Yogi Bhajan:

http://www.3ho.org/

http://www.yogibhajan.org/ybkriyas/index.php

http://shaktakaur.com/kriyas_meditations.aspx

Hér er möntrublað sem notað er í upphafi og lok iðkunar:

Hér er hægt að versla gongtóna á netinu. 

Smelltu hér til að fá andlega nafnið þitt sent. Valdir aðilar hjá 3Ho finna út andlega nafnið þitt samkvæmt ævafornri hefð og er það auðkenni sálar þinnar. Þannig hefur þú möguleika á að vaxa inn í merkingu nafnsins í þessu lífi.

Munið að tengja inn fyrir iðkun (sjá kennslumyndband hér á síðunni undir valinu kennslumyndbönd hér til hægri).

Mínar allra bestu kveðjur og gangi þér vel

Sat Naam

Arnbjörg Kristín

Sendu póst á þetta veffang til að bóka einkatíma: akk@graenilotusinn.is.

Advertisements


Leave a comment

Möntrur

Í tímum sem kenndir eru hjá Græna Lótusnum, hvort sem um ræðir kundalini jóga, hugleiðslu eða jóga í vatni er notuð möntrutónlist. Það er ástæða fyrir því. Bæði er hún falleg og svo hefur hún jákvæð áhrif á vitundarástand okkar. Textarnir eru á tungumálunum sanskrít eða gurmukhi (nýrra og auðskiljanlegra form af sanskrít). Þetta eru indverskar mállýskur og helg mál.

Þau voru búin til með það í huga að hljóð orðsins gæti lýst heiminum sem best. Í fræðum kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er sagt að allt sé skapað úr hljóði. Og þeim mun nær uppruna eðli hluta/heimsins sem við erum þegar við tölum þeim mun líklegra er að við nálgumst að vera það sem við segjum. Máttur möntruorða er því meiri.

Að hafa möntrutónlist (lágt ef þú vilt) er frábær leið til að hafa gott andrúmsloft heima fyrir, meðan þú sefur, ert að vinna eða á gæðastundum með fjölskyldunni þinni.

Yogi Bhajan var meistari í kundalini jóga, hatha jóga og hljóðjógameistari. Hljóðjóga er td. að tala sannleikann sinn öllum stundum eða endurtaka möntrur til að færa okkur vellíðan í líkama, huga og sál.

Í hugleiðslum sem kenndar eru í tímum notum við stundum möntrur. Þær koma allar úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hér eru nokkrar algengustu möntrurnar:

Ong Namo Guru Dev Namo – Ég lýt minni innri og æðri visku

Sat Naam – Sannleikurinn er nafnið mitt

Aad Gurey Nameh, Jugad Gurey Nameh, Sat Gurey Nameh, Siri Guru Devay Nameh. – Verndarmantra sem færir innra öryggi og leiðarljós í gegnum hindranir.

Ra Ma Da Sa Sa Say So Hung – Áhrifarík heilunarmantra skv. Yogi Bhajan, tengir saman anda og efni.

Har – Þýðir bókstaflega fræ.

Sa Ta Na Ma – Mantra sem færir jafnvægi og lýsir hringrásarferli sköpunar og lífsins, losar einnig ótta gagnvart þessu hringrásarferli. Sa – Upphaf, Ta – Líf, Na – Dauði, Ma – Endurfæðing.

Hér á þessari vefsíðu er hægt að nálgast möntrutónlist og hlusta á stök lög. Hér eru nokkur lög sem ég spila oft í tímum.

1.Ardas Bhayee-Snatam Kaur og GuruGanesha Singh-Liberations Door

2.Wha Yantee-Hari Bhajan Kaur-Ambrosia: Sadhana Music & Meditations

3.Mul Mantra -Snatam Kaur-Anand

4.Ant Na Siphatee-Mirabai Ceiba-Ocean

5.Suni-ai Celebration-Snatam Kaur-Celebrate Peace

6.Tumare Darshan-Deva Premal-The Essence

7.Guru Ram Das Chant- Mirabai-Mountain Sadhana

8.Wahe Guru Wahe Jio-Mirabai-Mountain Sadhana

9.Aad Guray Nameh -Snatam Kaur-Celebrate Peace

10.Mul Mantra-Benjahmin-Japa Man

11.Guru Ram Das Chant-Dev Suroop Kaur-Radiance

12.Laya Mantra-Sat Kartar

13.Namo Namo (Sat Nam)-Ram Dass-The Alchemist’s Prayer

14.Avtar GONG – Dr. Hari Simran Singh Khalsa      Therapeutic Gong Volume 1

15. Waah Yantee – Amrit Kirtan – Sacred Circle

16.Song to the Pleiades – Mirabai Ceiba – Ocean

17. Sat Siri, Sira Akaal – Mirabai Ceiba – Mountain Sadhana

18.Aad Such – Sat Hari Singh and Hari Bhajan Kaur – Song of the Soul.

19. Aakan Jor – Snatam Kaur – Shanti

20. Guru Guru Wahe Guru – Sada Sat Kaur – Mantra Masala


Leave a comment

Löng djúp öndun – kennslumyndband

Í þessu myndbandi lærir þú að anda langa djúpa öndun.

Öndun sem þessi hefur margvíslega heilsufarslega kosti í för með sér. Svæðin 3 sem loftið fer um nefni ég “hólf” til einföldunar. Það fer óhjákvæmilega loft um 2 efri hólfin í upphafi : ) en við fyllum það neðsta til fulls áður en hin tvö eru fyllt.

Hún hjálpar til við að koma reglu á blóðþrýsting, róar hugann, losar streitu og hjálpar þér almennt að slaka á í erli dagsins svo eitthvað sé nefnt. Ef þú átt erfitt með svefn er þetta leið til slökunar fyrir svefninn. Við öndum að meðaltali 16-18 sinnum á mínútu og ef við öndum 8 sinnum eða sjaldnar á mínútu hefjast heilunar og slökunarferlar líkamans skv. fræðum kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan.

Njóttu vel.

Sat Naam
Arnbjörg Kristín


Leave a comment

Að tengja inn – kennslumyndband

Hér kemur myndband sem sýnir hvernig við notum möntru í upphafi iðkunar til að tengja inn samkvæmt hefð kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hann lagði mikla áherslu á að gera það til að tengjast okkar innra og æðra og iðka andann í því rými. Smelltu hér til að skoða myndbandið.

Notkun tveggja mantra úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan í upphafi kundalini jóga- eða hugleiðsluiðkunar.

Fyrri mantran:
Ong Namo Guru Dev Namo
Ég lýt minni innri og æðri visku.

Seinni mantran:
Ad Gurey Nameh
Jugad Gurey Nameh
Sat Gurey Nameh
Siri Guru Devay Nameh

Ég lýt frumviskunni
Ég lýt visku aldanna
Ég lýt hinni sönnu visku
Ég lýt hinni miklu óséðu visku

Áður en lokað er með möntrunni Sat Naam er val um að fara með/syngja bænina Megi eilífðarsól eða á ensku May the long time sun.

Megi eilífðarsól á þig skína

kærleikur umlykja

þitt innra ljós þér lýsa

áfram þinn veg.
Mantra í lok iðkunar (þrisvar sinnum):
Sat Naam
Sannleikurinn er nafnið mitt

Sat Naam og gangi þér vel.

AKK


Leave a comment

Af hverju að hugleiða í 40 daga?

Við hugleiðsluiðkun er gott að gera sömu hugleiðsluna 40 daga í röð. Gott er að gera hana á sama tíma í jafnlangan tíma. Það tekur 40 daga að breyta mjög djúpum orkumynstrum innra með þér. Því er mikilvægt að iðka í þennan tíma svo þú móttakir áhrif hugleiðslunnar. Á 40 dögum nærðu að breyta frumuuppbyggingu í líkama þínum skv. jógískum fræðum. Þannig að þú breytist líkamlega og orkulega.

Ef þú missir einn dag úr þarftu að byrja frá grunni. Það er gott að iðka á morgnana áður en dagurinn hefst, þá ertu að setja tóninn fyrir daginn. En ef þú ert kvöldmanneskja þá er líka gott að iðka þá. Það gerir gæfumuninn að iðka á sama tíma dags.

Hér kemur fróðleikur úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan varðandi tímalengd iðkunar.

Á 40 dögum breytirðu vana.

Á 90 dögum staðfestirðu vanann.

Á 120 dögum ertu orðin vaninn.

Á 1000 dögum hefurðu náð fullkomnum tökum á vananum.

Sat Naam og gangi þér vel : ).


Leave a comment

40 daga hugleiðsla á facebook

Í sumar tóku 40 manns þátt í að gera 40 daga hugleiðslu á facebook til að styrkja tengsl við innsæi, öðlast meira jafnvægi ofl.

Þann 3.september hefst ný hugleiðsla með öðru þema. Ég býð þér að taka þátt.

Annað slagið kemur inn fróðleikur um hugleiðslu og hvatning til þáttakenda á tímabilinu. Þetta kostar ekki neitt og hægt að gera hvar sem er í heiminum. Árið 2012 er opnun inn í dýpri andlegan þroska. Taktu skref í dag með því að iðka reglubundna hugleiðslu, lærðu að beisla hugann og byggðu upp vana sem eflir andann í erli hversdagsins.
Smelltu hér til að taka þátt.

Mínar bestu hjartans kveðjur

Arnbjörg Kristín