Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.

Um Græna Lótusinn

Græni Lótusinn býður upp á heilsutengda þjónustu sem styður þig líkamlega og andlega á lífsleiðinni.

Það sem boðið er upp á hjá Græna Lótusnum er jóga í vatni, meðgöngujóga í vatni, kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, heilun og bowentækni.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af næstu námskeiðum og viðburðum.

Um Græna Lótusinn

Arnbjörg Kristín útskrifaðist sem Bowentæknir árið 2007 og hef tekið aukanámskeið í öxl og grind, íþróttabowen, framhaldsnámskeið 1 og sótti nýverið sérnámskeiðið móðir og barn þar sem var farið dýpra í slíka meðferðarvinnu. Hún er búin að taka 3 stig í Reiki heilun og býður upp á heilunartíma.

Hún starfar við meðferðir í Ljósheimum í Borgartúni 3, 3.hæð og kenni kundalini jóga í jógasal Ljósheima á 4.hæð og í Orkulundi á Akureyri.

Hún er með alþjóðleg kundalini jógakennararéttindi frá IKYTA og lauk einnig barnajógakennaranámi sem nefnist Childplay og var kennt af Gurudass Kaur. Í júní 2012 lauk hún námi í jógaþerapíu (fyrsta stig) hjá Guru Dharam S. Khalsa í Golden bridge í New York og býður upp á jógíska ráðgjöf. Arnbjörg Kristín hefur haldið námskeið víðs vegar um landið og í jógasal Ljósheima í Borgartúni 3 en hún er einn þriggja stofnenda þess jógasals.

Hún hefur kennt yfir 200 klst af kundalini jóga, haldið námskeið víða um land, með góða reynslu af kennslu barnajóga á grunnskólastigi og jóga í vatni.

Hún lauk námskeiði í einingarblessun í maí 2012 hjá Anette Carlström og býður upp á einingarblessun í Orkulundi á Akureyri annan hvert sunnudagskvöld á haustönn 2012 frá 9.sept. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Jóga í vatni er námskeið sem verður kennt í Boðaþingi 5-7 í Kópavogi og í sundlauginni á Grensás. Það er kærkomin leið til jógaiðkunar fyrir þá sem eiga erfitt með hreyfingar í venjulegum jógatímum og alla þá sem vilja djúpa heilandi slökun í rólegu umhverfi.

Verðlisti:

6 vikur í jóga í vatni: 16.500,-kr  (gildir líka fyrir meðgöngujóga í vatni)

3 vikur í jóga í vatni: 9.000,-kr  (gildir líka fyrir meðgöngujóga í vatni)

1 vika í meðgöngujóga í vatni 3.000,-kr

1 tími í Bowentækni: 6.500,-kr (barnshafandi konur geta fengið 5 tíma kort á 20.000,- kr)

1 tími í ungbarnabowen: 1.000,-kr

1 tími í Heilun: 6.500,-kr

Einkatími í jógískri ráðgjöf: 8.000,- kr (jógaiðkun fylgir með á tölvupósti eftir tímann)

Hóptími í gönguhugleiðslu; hafið samband með nánari upplýsingar. Tek einnig á móti hópum fólks af sérstöku tilefni í hugleiðslu.

Tillaga að slökunarstund fyrir hópa. Vinn á Akureyri og í Reykjavík.

Nr. 1 – Róandi hugleiðslustund og öndunaræfingar með slökun. Farið á milli fólks í slökuninni og sandalviðsilmkjarnaolíu nuddað á andlit til að dýpka áhrif slökunarinnar. Hámarksfjöldi 15 manns.  1 klst.

Nr. 2 –  Jóga í vatni fyrir hóp. Gerðar eru mýkjandi jógaæfingar í vatni fyrir bak, axlir og háls. Farið er í fljótandi slökun og kennari gengur á milli og gerðar nokkrar Bowenhreyfingar. (Sjá lýsingu á Bowentækni á heimasíðunni). Við hugleiðum svo saman í heitum potti að lokum. Hámarksfjöldi 12 manns. 1 klst.

Nr. 3 – Fræðsla og kennsla í hjálplegum kundalini jógaæfingum og hugleiðslum fyrir þá sem vinna með annað fólk ss. fólk í heilbrigðis- og umönnunarstörfum og fólk sem vinnur með náttúrulegar leiðir til bættrar heilsu. Góð slökun í lokin. Við lærum leiðir til að vera í betra orkulegu jafnvægi í vinnunni og vera þal. betur til staðar fyrir aðra. Hámarksfjöldi 20 manns. 1.5 klst. Þáttakendur fá efnið sent til sín að námskeiði loknu.

Millifærsluupplýsingar:

kt. 160779-4899

rkn.nr: 521-04-223704

Setijð ykkar nafn í skýringu ef er annar sem greiðir.

Fylgist með fréttasíðunni eða skráið ykkur á póstlistann og fáið að vita hvenær næstu námskeið eða viðburðir verða haldnir.

Hafið samband  ef þið viljið vita meira  í s: 862-3700 eða sendið póst á akk@graenilotusinn.is.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s