Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Meðgöngujóga í vatni

Það eru 2 kennsluvikur eftir til jóla í meðgöngujóga í vatni. Þessir tímar eru ætlaðir konum sem vilja milda hreyfingu á meðgöngunni, vinna með öndun og slaka vel á. Við gerum hugleiðslur í hverjum tíma sem hægt er að stunda heima, í fæðingarferlinu og þegar heim er komið með barnið. Lögð er áhersla á að hlusta á eigin líkama, meðvitaða kærleiksríka tengingu við barnið og notalegt umvefjandi umhverfi.

Allar velkomnar, byrjendur sem lengra komnar.

1 vika – 3.000,-kr

3 vikur – 9.000.-kr

6  vikur 16.500,-kr.

Kennari: Arnbjörg Kristín  s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

“Meðgöngujóga í vatni hjá Arnbjörgu Kristínu var ánægjuleg hreyfing og aðstaðan notaleg og öll til fyrirmyndar. Tímarnir voru skemmtilegir og fræðandi og slökunin yndisleg. Ég lærði sannarlega eitthvað nýtt sem ég tel að hafi nýst mér afar vel í fæðingunni. Ég get með mikilli ánægju mælt með meðgöngujóga í vatni hjá Arnbjörgu Kristínu.” – Pálín Dögg

“Ég mæli hiklaust með Meðgöngujóga í vatni. Að stunda jóga í vatni á meðgöngu er yndislegt, vatnið hjálpar mikið til sérstaklega á síðustu vikum meðgöngunar. Hugleiðslan sem ég lærði styrkti mig andlega í gegnum fæðinguna og gerði hana auðveldari.” – Berglind

Advertisements


Leave a comment

Bowentækni

Bowentækni býður líkamanum tækifæri til að endurheimta eðlislægt heilsteypt ástand. Tæknin felst í röð hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi. Bowentæknimeðferð hefur þau áhrif á líkamann að hún kemur af stað heilunarferli, verkjalosun og endurnýjun á orku. Áhrifin af meðferðinni eru mjúk, djúp og afslappandi.

Bowen meðferð tekur um það bil 35-45 mínútur. Hægt er að vinna að mestu í gegnum þunn föt. Tvær til þrjár meðferðir með viku millibili, eru oft nóg til að ná fram varanlegum bata við langvarandi verkjum, þó eru stundum fleiri meðferðir nauðsynlegar. Meðferðaraðili notar þumla og fingur á ákveðna staði á líkamanum og gerir rúllandi hreyfingar með það að markmiði að trufla boðskipti til vöðva, bandvefs og orku innan líkamans.

Á meðan á meðferð stendur er tími sem skjólstæðingur er skilinn eftir einn til að leyfa líkamanum að melta þessar mjúku hreyfingar sem hafa verðið gerðar. Þetta gefur líkamanum tækifæri til að losa um spennu, draga úr verkjum og hefja heilunarferlið. Bowen tæknin hvetur líkamann til að laga sig sjálfan; þ.e. engri þvingun eða lagfæringu á vöðvum né afli er beitt við meðferð. Bowen tækni er ekki nuddaðferð.

Hvað er hægt að meðhöndla?

Flest þekkt vandamál s.s. bak- og hálsverki, hnévanda, íþróttameiðsl, axlarmein, tennisolnboga og öndunarvandamál. Einkenni eins og síþreyta, heymæði, höfuðverkur, nýrnavandamál og vandamál tengd sogæðakerfinu hafa öll brugðist vel við Bowen tækni meðferð. Sumt fólk notar Bowen tækni til að losa sig við streitu og viðhalda heilsu, með því að fara í 2-4 meðferðir á ári. Bowen tækni tekur einnig á öðrum einkennum. Meðferðin er örugg og áhrifarík fyrir alla aldurshópa. Yndisleg leið fyrir barnshafandi konur á meðgöngunni til að viðhalda jafnvægi líkama, huga og sálar.

Pantið tíma hér: akk@graenilotusinn.is eða 862-3700.

Hægt að koma í tíma í Reykjavík (Ljósheimum, Borgartúni 3, 3.hæð) eða á Akureyri.