Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.

Hreyfing hér og nú í 8 vikur

Leave a comment

Þann 1. október nk. mun hefjast námskeið þar sem við hreyfum okkur á fjölbreyttan og meðvitaðan hátt.
Á þessum 8 vikum verður markmiðið að vera hér og nú, njóta stundarinnar og vera meðvitaður/uð um líkamann. Í markmiðasetningu í hreyfingu er alla jafna stefnt að lágmarkstíma, ákveðinni vegalend eða kílóatölu sem við náum að léttast um. Það er ekki lögð áhersla á þessi atriði á námskeiðinu. Ef þið upplifið ofantalið er það bara bónus : ).

Því oftar sem við dveljum hér og nú er líklegra er að við náum að festa það í daglegu lífi. Það er kjörið að æfa það með hópi fólks. Hópurinn eflir þína upplifun.Þetta eru skemmtilegar 8 vikur í hópi fólks sem hugsar á þessum nótum. Það er engin keppni og það þarf ekki að flýta sér.Gerum lífshamingjuna að markmiði !

Hópurinn hittist þrisvar í viku á þessum 8 vikum og er dagskráin sem hér segir:

Mánudagar kl. 20-21 – Jóga í vatni. Mildar jógaæfingar, hugleiðsla og djúpslökun. Kennt í sundlauginni í Boðaþingi 5-7 í Kópavogi.

Miðvikudagar kl. 10-11 – Ganga/Skokk í náttúrunni og góðar teygjur á ylströndinni, farið í pottinn í Nauthólsvík á eftir. (Hægt að fara í sjósund ef vill eftir tímann). Við klæðum okkur eftir veðri í þessum tímum.

Fimmtudagar kl. 9-10 Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Fjölbreyttar og styrkjandi jógaæfingar, hugleiðsla og slökun. Kennt í jógasal Ljósheima.

Verð 16.900,- kr.

Kennari: Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi, bowentæknir og heilari.

Arnbjörg hefur góða reynslu af líkamsþjálfun og virkri hlustun á líkamann í gegnum líf sitt og störf. Hún æfði körfubolta í 10 ár hérlendis og erlendis. Hefur unnið með fólk með stoðkerfisvandamál og íþróttafólk í gegnum Bowentækni síðan árið 2007.

Hún hefur kennt kundalini jóga og hugleiðslu ásamt jóga í vatni sl. 2 ár. Hún vinnur einnig með einstaklingum sem jógískur ráðgjafi og finnur persónulega jógaiðkun sem hentar hverjum og einum líkamlega og andlega. Hún var þáttakandi í undirbúningshóp hlaup.is fyrir Laugavegshlaupið á árinu og tók þátt í sínu fyrsta fjallalanghlaupi.

Hún hefur kennt gönguhugleiðslur í Öskjuhlíð undanfarin 2 ár sem hjálpar til við að auka einbeitingu í verki og ná fram fyrirsjáanlegum áhrifum hugleiðslunnar sem notuð er hverju sinni. Hún gaf út geisladisk sem er stuðningsefni fyrir þessa iðkun árið 2011.
Hún hefur farið af og til í sjósund sl 2 ár og fræðir um jákvæða kosti þess að vera í vatni fyrir líkama, huga og sál.

Skráning og nánari upplýsingar í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is
www.graenilotusinn.is

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s