Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.

Möntrur

Leave a comment

Í tímum sem kenndir eru hjá Græna Lótusnum, hvort sem um ræðir kundalini jóga, hugleiðslu eða jóga í vatni er notuð möntrutónlist. Það er ástæða fyrir því. Bæði er hún falleg og svo hefur hún jákvæð áhrif á vitundarástand okkar. Textarnir eru á tungumálunum sanskrít eða gurmukhi (nýrra og auðskiljanlegra form af sanskrít). Þetta eru indverskar mállýskur og helg mál.

Þau voru búin til með það í huga að hljóð orðsins gæti lýst heiminum sem best. Í fræðum kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er sagt að allt sé skapað úr hljóði. Og þeim mun nær uppruna eðli hluta/heimsins sem við erum þegar við tölum þeim mun líklegra er að við nálgumst að vera það sem við segjum. Máttur möntruorða er því meiri.

Að hafa möntrutónlist (lágt ef þú vilt) er frábær leið til að hafa gott andrúmsloft heima fyrir, meðan þú sefur, ert að vinna eða á gæðastundum með fjölskyldunni þinni.

Yogi Bhajan var meistari í kundalini jóga, hatha jóga og hljóðjógameistari. Hljóðjóga er td. að tala sannleikann sinn öllum stundum eða endurtaka möntrur til að færa okkur vellíðan í líkama, huga og sál.

Í hugleiðslum sem kenndar eru í tímum notum við stundum möntrur. Þær koma allar úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hér eru nokkrar algengustu möntrurnar:

Ong Namo Guru Dev Namo – Ég lýt minni innri og æðri visku

Sat Naam – Sannleikurinn er nafnið mitt

Aad Gurey Nameh, Jugad Gurey Nameh, Sat Gurey Nameh, Siri Guru Devay Nameh. – Verndarmantra sem færir innra öryggi og leiðarljós í gegnum hindranir.

Ra Ma Da Sa Sa Say So Hung – Áhrifarík heilunarmantra skv. Yogi Bhajan, tengir saman anda og efni.

Har – Þýðir bókstaflega fræ.

Sa Ta Na Ma – Mantra sem færir jafnvægi og lýsir hringrásarferli sköpunar og lífsins, losar einnig ótta gagnvart þessu hringrásarferli. Sa – Upphaf, Ta – Líf, Na – Dauði, Ma – Endurfæðing.

Hér á þessari vefsíðu er hægt að nálgast möntrutónlist og hlusta á stök lög. Hér eru nokkur lög sem ég spila oft í tímum.

1.Ardas Bhayee-Snatam Kaur og GuruGanesha Singh-Liberations Door

2.Wha Yantee-Hari Bhajan Kaur-Ambrosia: Sadhana Music & Meditations

3.Mul Mantra -Snatam Kaur-Anand

4.Ant Na Siphatee-Mirabai Ceiba-Ocean

5.Suni-ai Celebration-Snatam Kaur-Celebrate Peace

6.Tumare Darshan-Deva Premal-The Essence

7.Guru Ram Das Chant- Mirabai-Mountain Sadhana

8.Wahe Guru Wahe Jio-Mirabai-Mountain Sadhana

9.Aad Guray Nameh -Snatam Kaur-Celebrate Peace

10.Mul Mantra-Benjahmin-Japa Man

11.Guru Ram Das Chant-Dev Suroop Kaur-Radiance

12.Laya Mantra-Sat Kartar

13.Namo Namo (Sat Nam)-Ram Dass-The Alchemist’s Prayer

14.Avtar GONG – Dr. Hari Simran Singh Khalsa      Therapeutic Gong Volume 1

15. Waah Yantee – Amrit Kirtan – Sacred Circle

16.Song to the Pleiades – Mirabai Ceiba – Ocean

17. Sat Siri, Sira Akaal – Mirabai Ceiba – Mountain Sadhana

18.Aad Such – Sat Hari Singh and Hari Bhajan Kaur – Song of the Soul.

19. Aakan Jor – Snatam Kaur – Shanti

20. Guru Guru Wahe Guru – Sada Sat Kaur – Mantra Masala

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s