Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.

Kostir jóga í vatni

Leave a comment

Jóga í vatni er gott fyrir þá sem glíma við heilsufarsleg vandamál ss. stoðkerfisvandamál, streitu ofl. Það er milt og stoðkerfið liðkast á öruggan og mjúkan hátt.

Líkaminn er léttur í vatni sem þýðir að stöðurnar og æfingarnar setja ekki eins mikið álag á liðina og ef þú værir að iðka í sal.

Vatn er kjörin staður til að vera í þegar þú ert með vandamál í liðum eða vöðvum.

  1. Það eykur liðleika, minnkar stífni í liðum.
  2. Styrkir vöðva í kringum liðina.
  3. Minnkar álag á liðina sjálfa.

Stuðningur vatnsins gerir stöðurnar auðveldari fyrir þá sem eiga erfitt með að gera þær í sal.

Vatn veitir mótstöðu og eykur þannig styrk og stjórn á hreyfingum.

Þeir sem glíma við bakvandamál geta nýtt sér jóga í vatni.

  1. Það styrkir varlega.
  2. Eykur liðleika.
  3. Bætir líkamsstöðu.
  4. Þyngdarleysið gerir fólki með bakvandamál betur kleyft að hreyfa sig á auðveldari hátt.

Jóga gerir þig meðvitaðri um hreyfingar þínar og mörk. Þú lærir líka að hlusta betur á það sem býr innra með þér. Það auðveldar þér að lifa sannleikann þinn og dvelja í hamingjunni.

Að vera þú er nóg : ).

Mikil áhersla er lögð á að virða hreyfigetu sína og finna sína leið. Leyfið jóganu að þjóna ykkur en ekki öfugt. Æfingarnar eiga ekki að skapa sársauka og er þá mælt með að gera minni og hægari hreyfingar.

Jóga í vatni er kennt í sundlauginni á Grensás á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17-18 og í Boðaþingi 5-7 (þjónustumiðstöð Hrafnistu) á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30-18:30.

Einnig er boðið upp á meðgöngujóga í vatni í Boðaþingi kl 18:30-19:30 á mánudögum og miðvikudögum.

Skráning í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

Verið hjartanlega velkomin.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Jógískur ráðgjafi og kundalini jógakennari.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s