Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Meðgöngujóga í vatni á Akureyri

Kennsla á meðgöngujóga í vatni hefst í Glerárlaug á Akureyri þann 5. október nk.

Kennt verður annan hvern föstudag kl 14:45-15:45 til 14.des og er þetta yndisleg leið til andlegrar og líkamlegrar styrkingar til viðbótar við allt það góða sem í boði er fyrir barnshafandi konur.

Þetta eru alls 6 skipti og kosta þau 9.000,-kr. Ef þú vilt koma í stakan tíma er það hægt meðan pláss leyfir, verð á stökum tíma er 1.500,-kr.

Við gerum jógaæfingar, hugleiðslur og njótum fljótandi slökunar í hverjum tíma. Fróðleikur og fræðsla fléttast inn í hugleiðslur og æfingar. Hægt er að nýta sér hugleiðslurnar til heimaiðkunar á meðgöngunni og áfram út lífið : ).

Arnbjörg Kristín, kundalini jógakennari og jógískur ráðgjafi kennir meðgöngujóga í vatni á 2 stöðum í Reykjavík sem stendur. Hjá sjúkraþjálfurunum í meðgöngusundinu í sundlaug Hrafnistu í Laugarási og heldur námskeið á eigin vegum í Boðaþingi 5-7 í Kópavogi.

Verið hjartanlega velkomnar.

Skráning hjá Arnbjörgu Kristínu í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

Advertisements


Leave a comment

Námskeið á Akranesi

Styrkur í kyrrð – námskeið fyrir konur.

Næsta námskeið hefst 26.október á Akranesi.

Þetta er ætlað konum og munum við hittast í 4 skipti og verður boðið upp á þáttöku í heimaástundun milli tíma sem tengist efninu. Yogi Bhajan, meistari í kundalini og hatha jóga varði stórum hluta af lífi sínu í að byggja konur upp. Hann taldi það vera samfélagslega mikilvægt því þær eru farvegur nýrra einstaklinga inn í þennan heim. Það er því með mikilli ánægju að geta boðið námskeið sem fjallar um það sem hann kenndi.

Það er kennt á 4 föstudagskvöldum, 26. okt, 9. nóv,23. nóv og 7. desember kl. 20-21:30.

Verð 11.000,- kr.

Skráning hjá Arnbjörgu Kristínu í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

“Your strength is how calmly, quietly and peacefully you face life.” -Yogi Bhajan


Leave a comment

Hreyfing hér og nú í 8 vikur

Þann 1. október nk. mun hefjast námskeið þar sem við hreyfum okkur á fjölbreyttan og meðvitaðan hátt.
Á þessum 8 vikum verður markmiðið að vera hér og nú, njóta stundarinnar og vera meðvitaður/uð um líkamann. Í markmiðasetningu í hreyfingu er alla jafna stefnt að lágmarkstíma, ákveðinni vegalend eða kílóatölu sem við náum að léttast um. Það er ekki lögð áhersla á þessi atriði á námskeiðinu. Ef þið upplifið ofantalið er það bara bónus : ).

Því oftar sem við dveljum hér og nú er líklegra er að við náum að festa það í daglegu lífi. Það er kjörið að æfa það með hópi fólks. Hópurinn eflir þína upplifun.Þetta eru skemmtilegar 8 vikur í hópi fólks sem hugsar á þessum nótum. Það er engin keppni og það þarf ekki að flýta sér.Gerum lífshamingjuna að markmiði !

Hópurinn hittist þrisvar í viku á þessum 8 vikum og er dagskráin sem hér segir:

Mánudagar kl. 20-21 – Jóga í vatni. Mildar jógaæfingar, hugleiðsla og djúpslökun. Kennt í sundlauginni í Boðaþingi 5-7 í Kópavogi.

Miðvikudagar kl. 10-11 – Ganga/Skokk í náttúrunni og góðar teygjur á ylströndinni, farið í pottinn í Nauthólsvík á eftir. (Hægt að fara í sjósund ef vill eftir tímann). Við klæðum okkur eftir veðri í þessum tímum.

Fimmtudagar kl. 9-10 Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Fjölbreyttar og styrkjandi jógaæfingar, hugleiðsla og slökun. Kennt í jógasal Ljósheima.

Verð 16.900,- kr.

Kennari: Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi, bowentæknir og heilari.

Arnbjörg hefur góða reynslu af líkamsþjálfun og virkri hlustun á líkamann í gegnum líf sitt og störf. Hún æfði körfubolta í 10 ár hérlendis og erlendis. Hefur unnið með fólk með stoðkerfisvandamál og íþróttafólk í gegnum Bowentækni síðan árið 2007.

Hún hefur kennt kundalini jóga og hugleiðslu ásamt jóga í vatni sl. 2 ár. Hún vinnur einnig með einstaklingum sem jógískur ráðgjafi og finnur persónulega jógaiðkun sem hentar hverjum og einum líkamlega og andlega. Hún var þáttakandi í undirbúningshóp hlaup.is fyrir Laugavegshlaupið á árinu og tók þátt í sínu fyrsta fjallalanghlaupi.

Hún hefur kennt gönguhugleiðslur í Öskjuhlíð undanfarin 2 ár sem hjálpar til við að auka einbeitingu í verki og ná fram fyrirsjáanlegum áhrifum hugleiðslunnar sem notuð er hverju sinni. Hún gaf út geisladisk sem er stuðningsefni fyrir þessa iðkun árið 2011.
Hún hefur farið af og til í sjósund sl 2 ár og fræðir um jákvæða kosti þess að vera í vatni fyrir líkama, huga og sál.

Skráning og nánari upplýsingar í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is
www.graenilotusinn.is


Leave a comment

Möntrur

Í tímum sem kenndir eru hjá Græna Lótusnum, hvort sem um ræðir kundalini jóga, hugleiðslu eða jóga í vatni er notuð möntrutónlist. Það er ástæða fyrir því. Bæði er hún falleg og svo hefur hún jákvæð áhrif á vitundarástand okkar. Textarnir eru á tungumálunum sanskrít eða gurmukhi (nýrra og auðskiljanlegra form af sanskrít). Þetta eru indverskar mállýskur og helg mál.

Þau voru búin til með það í huga að hljóð orðsins gæti lýst heiminum sem best. Í fræðum kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er sagt að allt sé skapað úr hljóði. Og þeim mun nær uppruna eðli hluta/heimsins sem við erum þegar við tölum þeim mun líklegra er að við nálgumst að vera það sem við segjum. Máttur möntruorða er því meiri.

Að hafa möntrutónlist (lágt ef þú vilt) er frábær leið til að hafa gott andrúmsloft heima fyrir, meðan þú sefur, ert að vinna eða á gæðastundum með fjölskyldunni þinni.

Yogi Bhajan var meistari í kundalini jóga, hatha jóga og hljóðjógameistari. Hljóðjóga er td. að tala sannleikann sinn öllum stundum eða endurtaka möntrur til að færa okkur vellíðan í líkama, huga og sál.

Í hugleiðslum sem kenndar eru í tímum notum við stundum möntrur. Þær koma allar úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hér eru nokkrar algengustu möntrurnar:

Ong Namo Guru Dev Namo – Ég lýt minni innri og æðri visku

Sat Naam – Sannleikurinn er nafnið mitt

Aad Gurey Nameh, Jugad Gurey Nameh, Sat Gurey Nameh, Siri Guru Devay Nameh. – Verndarmantra sem færir innra öryggi og leiðarljós í gegnum hindranir.

Ra Ma Da Sa Sa Say So Hung – Áhrifarík heilunarmantra skv. Yogi Bhajan, tengir saman anda og efni.

Har – Þýðir bókstaflega fræ.

Sa Ta Na Ma – Mantra sem færir jafnvægi og lýsir hringrásarferli sköpunar og lífsins, losar einnig ótta gagnvart þessu hringrásarferli. Sa – Upphaf, Ta – Líf, Na – Dauði, Ma – Endurfæðing.

Hér á þessari vefsíðu er hægt að nálgast möntrutónlist og hlusta á stök lög. Hér eru nokkur lög sem ég spila oft í tímum.

1.Ardas Bhayee-Snatam Kaur og GuruGanesha Singh-Liberations Door

2.Wha Yantee-Hari Bhajan Kaur-Ambrosia: Sadhana Music & Meditations

3.Mul Mantra -Snatam Kaur-Anand

4.Ant Na Siphatee-Mirabai Ceiba-Ocean

5.Suni-ai Celebration-Snatam Kaur-Celebrate Peace

6.Tumare Darshan-Deva Premal-The Essence

7.Guru Ram Das Chant- Mirabai-Mountain Sadhana

8.Wahe Guru Wahe Jio-Mirabai-Mountain Sadhana

9.Aad Guray Nameh -Snatam Kaur-Celebrate Peace

10.Mul Mantra-Benjahmin-Japa Man

11.Guru Ram Das Chant-Dev Suroop Kaur-Radiance

12.Laya Mantra-Sat Kartar

13.Namo Namo (Sat Nam)-Ram Dass-The Alchemist’s Prayer

14.Avtar GONG – Dr. Hari Simran Singh Khalsa      Therapeutic Gong Volume 1

15. Waah Yantee – Amrit Kirtan – Sacred Circle

16.Song to the Pleiades – Mirabai Ceiba – Ocean

17. Sat Siri, Sira Akaal – Mirabai Ceiba – Mountain Sadhana

18.Aad Such – Sat Hari Singh and Hari Bhajan Kaur – Song of the Soul.

19. Aakan Jor – Snatam Kaur – Shanti

20. Guru Guru Wahe Guru – Sada Sat Kaur – Mantra Masala


Leave a comment

Kostir jóga í vatni

Jóga í vatni er gott fyrir þá sem glíma við heilsufarsleg vandamál ss. stoðkerfisvandamál, streitu ofl. Það er milt og stoðkerfið liðkast á öruggan og mjúkan hátt.

Líkaminn er léttur í vatni sem þýðir að stöðurnar og æfingarnar setja ekki eins mikið álag á liðina og ef þú værir að iðka í sal.

Vatn er kjörin staður til að vera í þegar þú ert með vandamál í liðum eða vöðvum.

  1. Það eykur liðleika, minnkar stífni í liðum.
  2. Styrkir vöðva í kringum liðina.
  3. Minnkar álag á liðina sjálfa.

Stuðningur vatnsins gerir stöðurnar auðveldari fyrir þá sem eiga erfitt með að gera þær í sal.

Vatn veitir mótstöðu og eykur þannig styrk og stjórn á hreyfingum.

Þeir sem glíma við bakvandamál geta nýtt sér jóga í vatni.

  1. Það styrkir varlega.
  2. Eykur liðleika.
  3. Bætir líkamsstöðu.
  4. Þyngdarleysið gerir fólki með bakvandamál betur kleyft að hreyfa sig á auðveldari hátt.

Jóga gerir þig meðvitaðri um hreyfingar þínar og mörk. Þú lærir líka að hlusta betur á það sem býr innra með þér. Það auðveldar þér að lifa sannleikann þinn og dvelja í hamingjunni.

Að vera þú er nóg : ).

Mikil áhersla er lögð á að virða hreyfigetu sína og finna sína leið. Leyfið jóganu að þjóna ykkur en ekki öfugt. Æfingarnar eiga ekki að skapa sársauka og er þá mælt með að gera minni og hægari hreyfingar.

Jóga í vatni er kennt í sundlauginni á Grensás á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17-18 og í Boðaþingi 5-7 (þjónustumiðstöð Hrafnistu) á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30-18:30.

Einnig er boðið upp á meðgöngujóga í vatni í Boðaþingi kl 18:30-19:30 á mánudögum og miðvikudögum.

Skráning í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

Verið hjartanlega velkomin.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Jógískur ráðgjafi og kundalini jógakennari.