Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.

Jóga í vatni

Leave a comment

Jóga í vatni er leið til að næra líkama, huga og sál. Vatn slakar á vöðvum og liðum og auðveldar allar hreyfingar. Það styður við stoðkerfið og hentar ungum sem öldnum. Jóga í vatni er gott fyrir þá sem eiga erfitt með hreyfingar í venjulegum jógatímum.

Hver tími samanstendur af jógaæfingum, hugleiðslu í heitum potti og fljótandi slökun. Ég nota æfingasett og hugleiðslur úr kundalini jóga sem ég hef aðlagað að vatni. Ég nota fallega tónlist í tímunum sem dýpka áhrif iðkunarinnar. Þetta er góð hreyfing fyrir líkamann og áhersla lögð á andlega styrkingu og góða slökun.

Umsagnir iðkenda:
“Jóga í vatni eru yndislegir tímar þar sem ég næ að slaka vel á fljótandi um í heitum potti eftir þægilegar jóga æfingar. Arnbjörg er frábær kennari sem upplýsir vel hvaða góðu áhrif æfingarnar hafa á bæði líkama og sál.”
Birna Dröfn 26 ára

“Jóga í vatni er með því betra sem ég hef kynnst og hef ég stundað jóga lengi. Andleg og líkamleg líðan er alveg yndisleg. Ég er baksjúklingur og líklega með einhverja gigt. Ég var farin að finna of mikið til þar sem ég stundaði jóga og ákvað því að prufa jóga í vatni. Sé ekki eftir því, því það er alveg frábært. Svo er hún Arnbjörg kennari líka yndisleg manneskja.”
Guðlaug 57 ára

“Jóga í vatni hefur gert mér kleift að stunda leikfimi á ný þar sem ég á erfitt með að hreyfa mig og þjáist af verkjum alla daga.Vatnið í lauginni er þægilega volgt, heitara en í venjulegri laug, sem er mjög notalegt.Á meðan æfingum stendur er spiluð róleg og falleg tónlist og andrúmsloftið er notalegt.
Léttar en góðar æfingar, slökun og hugleiðsla gefa mér aukin kraft og vellíðan.
Jóga í vatni er algjör snilld!”

Anna María 39 ára

“Jóga í vatni er í raun klukkutími af upplifun og heilun. Teygjur og slökun með Arnbjörgu Kristínu, sem hefur einstaka nærveru, endurnærir bæði sál og líkama. Finn sérstaklega fyrir heilunarmætti Gong – slökunarinnar.  Ákveðin í að halda áfram í Jóga í vatni næstu 30 árin.”
Anna 64 ára

Sundlaugin í Boðaþingi  í Kópavogi:
Sundlaugin í Boðaþingi, 6 vikna námskeið (10 skipti) hefst 10.september. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30-18:30.

Sundlaugin á Grensás í Reykjavík:
Sundlaugin á Grensás, 6 vikna námskeið (10 skipti) hefst 11.september. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18.
Skráning hafin í s: 862-3700 eða akk@samana.is. Gott er að skrá sig tímanlega vegna fjöldatakmarkana á hvert námskeið. Verð 16.500,- kr.

Smelltu hér til að sjá hvar sundlaugin í Boðaþingi er staðsett. Gangið inn um rennihurð með áletruninni þjónustumiðstöð fyrir ofan. Farið inn í anddyrið, niður stigann og þá sérðu sundlaugina til hægri. Ef hurðin er lokuð er annar inngangur til vinstri sem er númer 5-7, þar er einnig hægt að fara sömu leið til sundlaugar.

Smelltu hér til að sjá hvar sundlaugin á Grensás er staðsett.

Möntrublað.

Vefsíða þar sem möntrutónlist og gongtónar eru fáanlegir.

Verið hjartanlega velkomin.

Haustannarkort 1 – Aðgangur í alla tíma á haustönn í báðum laugum – 53.000,-kr.(60 tímar).

Haustannarkort 2 – Aðgangur í alla tíma á haustönn í annarri lauginni – 33.000,-kr.(30 tímar).

Hópar velkomnir í stakan tíma. Kjörið tækifæri til að koma saman og upplifa djúpa slökun í vatni.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s