Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

40 daga hugleiðsla á facebook

Í sumar tóku 40 manns þátt í að gera 40 daga hugleiðslu á facebook til að styrkja tengsl við innsæi, öðlast meira jafnvægi ofl.

Þann 3.september hefst ný hugleiðsla með öðru þema. Ég býð þér að taka þátt.

Annað slagið kemur inn fróðleikur um hugleiðslu og hvatning til þáttakenda á tímabilinu. Þetta kostar ekki neitt og hægt að gera hvar sem er í heiminum. Árið 2012 er opnun inn í dýpri andlegan þroska. Taktu skref í dag með því að iðka reglubundna hugleiðslu, lærðu að beisla hugann og byggðu upp vana sem eflir andann í erli hversdagsins.
Smelltu hér til að taka þátt.

Mínar bestu hjartans kveðjur

Arnbjörg Kristín

Advertisements


Leave a comment

Minjar Meistaranna – The Heart Shrine Relic Tour

 “World peace must develop from inner peace. Peace is not just the absence of violence. Peace is the manifestation of human compassion.”

– His Holiness the Dalai Lama

Það er sönn ánægja að segja frá því að sýning með minjum uppljómaðra andlegra meistara verður í jógasal Ljósheima 31.ágúst, 1.september og 2.september 2012. Aðgangur er ókeypis.

Fólki gefst meðal annars tækifæri á að koma og sjá minjarnar, hugleiða í návist þeirra og móttaka blessun minjanna.

Dagskrá sýningarinnar:

Opnunarathöfn frá kl 17-19 þann 31.ágúst 2012.

Opnunartími sýningar frá kl 10-19 þann 1. og 2. september 2012.

https://www.facebook.com/events/430397673648495/

EKKI MISSA AF ÞESSU EINSTAKA TÆKIFÆRI !

Ef þú deilir áhuga á þessum viðburði og vilt að aðrir fái að njóta þá skaltu endilega prenta þetta plakat út og hengja upp á þínum vinnustað, íþróttamiðstöð eða þeim stað sem þér dettur í hug.

Myndband sem fjallar um Maitreya verkefnið.


Leave a comment

Jóga í vatni

Jóga í vatni er leið til að næra líkama, huga og sál. Vatn slakar á vöðvum og liðum og auðveldar allar hreyfingar. Það styður við stoðkerfið og hentar ungum sem öldnum. Jóga í vatni er gott fyrir þá sem eiga erfitt með hreyfingar í venjulegum jógatímum.

Hver tími samanstendur af jógaæfingum, hugleiðslu í heitum potti og fljótandi slökun. Ég nota æfingasett og hugleiðslur úr kundalini jóga sem ég hef aðlagað að vatni. Ég nota fallega tónlist í tímunum sem dýpka áhrif iðkunarinnar. Þetta er góð hreyfing fyrir líkamann og áhersla lögð á andlega styrkingu og góða slökun.

Umsagnir iðkenda:
“Jóga í vatni eru yndislegir tímar þar sem ég næ að slaka vel á fljótandi um í heitum potti eftir þægilegar jóga æfingar. Arnbjörg er frábær kennari sem upplýsir vel hvaða góðu áhrif æfingarnar hafa á bæði líkama og sál.”
Birna Dröfn 26 ára

“Jóga í vatni er með því betra sem ég hef kynnst og hef ég stundað jóga lengi. Andleg og líkamleg líðan er alveg yndisleg. Ég er baksjúklingur og líklega með einhverja gigt. Ég var farin að finna of mikið til þar sem ég stundaði jóga og ákvað því að prufa jóga í vatni. Sé ekki eftir því, því það er alveg frábært. Svo er hún Arnbjörg kennari líka yndisleg manneskja.”
Guðlaug 57 ára

“Jóga í vatni hefur gert mér kleift að stunda leikfimi á ný þar sem ég á erfitt með að hreyfa mig og þjáist af verkjum alla daga.Vatnið í lauginni er þægilega volgt, heitara en í venjulegri laug, sem er mjög notalegt.Á meðan æfingum stendur er spiluð róleg og falleg tónlist og andrúmsloftið er notalegt.
Léttar en góðar æfingar, slökun og hugleiðsla gefa mér aukin kraft og vellíðan.
Jóga í vatni er algjör snilld!”

Anna María 39 ára

“Jóga í vatni er í raun klukkutími af upplifun og heilun. Teygjur og slökun með Arnbjörgu Kristínu, sem hefur einstaka nærveru, endurnærir bæði sál og líkama. Finn sérstaklega fyrir heilunarmætti Gong – slökunarinnar.  Ákveðin í að halda áfram í Jóga í vatni næstu 30 árin.”
Anna 64 ára

Sundlaugin í Boðaþingi  í Kópavogi:
Sundlaugin í Boðaþingi, 6 vikna námskeið (10 skipti) hefst 10.september. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30-18:30.

Sundlaugin á Grensás í Reykjavík:
Sundlaugin á Grensás, 6 vikna námskeið (10 skipti) hefst 11.september. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18.
Skráning hafin í s: 862-3700 eða akk@samana.is. Gott er að skrá sig tímanlega vegna fjöldatakmarkana á hvert námskeið. Verð 16.500,- kr.

Smelltu hér til að sjá hvar sundlaugin í Boðaþingi er staðsett. Gangið inn um rennihurð með áletruninni þjónustumiðstöð fyrir ofan. Farið inn í anddyrið, niður stigann og þá sérðu sundlaugina til hægri. Ef hurðin er lokuð er annar inngangur til vinstri sem er númer 5-7, þar er einnig hægt að fara sömu leið til sundlaugar.

Smelltu hér til að sjá hvar sundlaugin á Grensás er staðsett.

Möntrublað.

Vefsíða þar sem möntrutónlist og gongtónar eru fáanlegir.

Verið hjartanlega velkomin.

Haustannarkort 1 – Aðgangur í alla tíma á haustönn í báðum laugum – 53.000,-kr.(60 tímar).

Haustannarkort 2 – Aðgangur í alla tíma á haustönn í annarri lauginni – 33.000,-kr.(30 tímar).

Hópar velkomnir í stakan tíma. Kjörið tækifæri til að koma saman og upplifa djúpa slökun í vatni.


Leave a comment

Kennsla í Orkulundi á haustönn

Kennsla í Orkulundi hefst 8.september nk. Kennt verður aðra hverja helgi til og með 16.desember.

Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan

Annan hvern  laugardag verður kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan kl 10-11. Byrjendur sem lengra komnir velkomnir og enginn fyrri reynsla nauðsynleg. Lögð er rík áhersla á að hlusta á líkamann. Ef þú vilt koma í 1 tíma í jógískri ráðgjöf og læra undirstöðuatriðin af meiri dýpt fyrir hóptímana þá hafðu samband í s: 862-3700 eða sendu póst á akk@lotusinn.is.  Verð 1.200 stakur tími. Allir 8 tímarnir 9.500,-kr.

Innri styrkur – Innri friður

Annan hvern laugardag verður námskeiðið Innri styrkur – Innri kyrrð fyrir konur. SÍMEY mun halda utan um það námskeið en það verður kennt í Orkulundi kl 11:15-12:30. Þetta er 8 skipta námskeið og hópurinn sá sami allan tímann. Á milli tíma legg ég fyrir hugleiðsluheimaverkefni í tengingu við þema hvers tíma. Þannig vinnum við markvisst að því að koma okkur og halda okkur í innri kyrrð og í tengingu við innri styrk í daglegu lífi. Skráning hér.

Heilandi hugleiðslu og slökunarstund.

Annan hvern sunnudag kl 19:30-20:30 verður hugleiðslu og slökunarstund. Þetta er fyrir alla óháð líkamlegri getu. Lögð er áhersla á hugleiðslu, mjúkar upphitunaræfingar, öndun og góða slökun. Í slökuninni geng ég á milli fólks og býð upp á létt andlitsnudd með sandalviðsilmkjarnaolíu.  Hún er sögð hafa róandi áhrif  og færir okkur þal. dýpri slökun. Verð 1.200 stakur tími. Allir 8 tímarnir 9.500,-kr.

Einingarblessun

Annan hvern sunnudag kl 20:30-21 verður einingarblessun. Hún kemur frá Oneness University á Indlandi. Þetta er öllum opið og ekkert þátttökugjald. Setið er á stól og geng ég á milli og legg hendur yfir hvirfil/höfuð og blessa. Blessun sem þessi nefnist deeksha. Ef nægur áhugi skapast í vetur býðst okkur að fá einingarblessunarnámskeið norður þar sem kennt verður að gefa á þennan hátt. Þetta er samblanda af heilun og hugleiðslu þar sem unnið er með orku friðar og einingar.  FRÍTT!


Leave a comment

Kynningartímar í Orkulundi 18. og 19. ágúst

Sérstakir kynningartímar verða 18.og 19.ágúst í Orkulundi, Viðjulundi 1 á Akureyri.

Þann 18.ágúst kl 10-11 verður kundalini jógatími, kl 11:15-12:15 sama dag verður kynningartími á námskeiðinu Innri styrkur-Innri friður, það er aðeins fyrir konur.

Þann 19.ágúst kl 19:30-20:30 verður hugleiðslu og kyrrðartími.

Verð 500,-kr fyrir stakan tíma. Allir velkomnir.

Kíkið á heimasíðuna http://www.orkulundur.is til að kynna ykkur staðinn.