Græni Lótusinn

Kundalini jóga, hugleiðsla, Jóga í vatni, Meðgöngujóga í vatni.


Leave a comment

Ný heimasíða

Nú er komin ný heimasíða. Farið á http://www.graenilotusinn.is til að skoða.

Advertisements


Leave a comment

Kennsla í Orkulundi á vorönn 2013

Skráning hafin á vorönn 2013 í kundalini jóga og hugleiðslu á Akureyri !

Kennt annan hvern laugardag frá og með 19.janúar-18.maí.

Orkulundi, Viðjulundi 1, Akureyri.

Tilboð á vorannarkorti í alla tíma til 5.janúar:  20.000,-kr.

Innifalið: 10 Kundalini jóga- og hugleiðslutímar.

1 tími í jógískri heilun.

Djúpslakandi og hjálpar til við losun líkamlegrar og tilfinningalegrar spennu.

Kundalini jógatímar eru kl. 10–11:15 (1 klst og 15 mín)

Stakur tími 1.200,-kr.

10 tímar á 11.000,-kr.

Frítt í einingarblessun á milli kl. 11:20 -11:40.

Hugleiðslutímar kl. 11:45-12:30. (45 mín)

Stakur tími 1.000,-kr.

10 tímar á 9.000,-kr.

Allir tímar saman á 18.000,-kr.


Leave a comment

Hugleiðsluviðburður í lok árs

aramotahugleidsla2012

Í árslok er gott að líta yfir farinn veg, vega og meta og setja stefnu fyrir nýtt ár. Í því tilefni verður hugleiðsluviðburður í Orkulundi á Akureyri föstudaginn 28.desember kl 17-19. Hugleiðslurnar koma úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan.

Hér er dagskráin:

Fyrsta hugleiðslan hjálpar okkur að sleppa því sem liðið er
og þjónar okkur ekki lengur á nýju ári.

Gongslökun á eftir hugleiðslu sem hjálpar okkur að sleppa á enn dýpri hátt.

Önnur hugleiðslan heilar og nærir og er aðeins gerð
á fullu tungli. Það er fullt tungl þennan dag.

Þriðja hugleiðslan myndar góðan og bjartan farveg
fyrir komandi ár.

Gongslökun sem dýpkar þennan bjarta farveg og greiðir leið sálar þinnar.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest. Stundin verður létt,
ljúf og djúp við umvefjandi kertaljós.
Verð 2000,-kr.
Skráning í s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

Mínar bestu kveðjur og hlakka til að horfa til bjartra tíma með ykkur.
Arnbjörg Kristín
Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi
bowentæknir og heilari.
www.graenilotusinn.is


Leave a comment

Vetrarsólstöðuhátíð á Akureyri og í Reykjavík

Vetrarsolstodur2012_vefur

IKYTA á Íslandi (félag kundalini jógakennara) býður til samveru í Reykjavík og á Akureyri á þessum merku tímamótum; 21.12.12. milli 20:00 og 21:30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og í Orkulundi á Akureyri.

Kundalini jóga, ether tattva hugleiðsla, möntrusöngur, gongslökun og samvera. Jógate og lífrænar smákökur!
Komum saman og fögnum á vetrarsólstöðum.

Notaleg samvera þar sem við tendrum ljósið innra og fögnum komu vatnsberaaldar.

Allir velkomir, fullorðnir sem og börn! Aðgangur er ókeypis.

ATH! Samkvæmt hefð kundalini jóga verður morgunástundun eða morgunsadhana kl. 06:00 -08:30 í Jógasetrinu, Borgartúni 20 Reykjavík og í Orkulundi, Akureyri þennan sama dag.


Leave a comment

Tími ljóss og friðar

candles2

Komdu og vertu með í upplyftandi og hlýlegum kundalini jógatíma í Orkulundi á Akureyri þann 15.desember (laugardagur) kl 10-11. Það verða næg kertaljós hjá okkur.

Þema tímans er aðventan, tími ljóss og friðar. Við leyfum því að endurspeglast innra með okkur í kundalini jógaæfingunum og hugleiðslu í lok tímans.

Við tökum svo lagið saman við gítarundirspil í lok tímans.
Ég hvet þig til að mæta og taka gest með þér.

Hlakka til að sjá þig og taka vel á móti þér.
Mandarínur í boði lok tímans !! : )
Verð 1200,-kr.

Skráðu þig endilega með að skrifa á vegginn á þessum viðburði.

Arnbjörg Kristín
kundalini jógakennari og jógískur ráðgjafi
www.graenilotusinn.is


Leave a comment

Meðgöngujóga í vatni

Það eru 2 kennsluvikur eftir til jóla í meðgöngujóga í vatni. Þessir tímar eru ætlaðir konum sem vilja milda hreyfingu á meðgöngunni, vinna með öndun og slaka vel á. Við gerum hugleiðslur í hverjum tíma sem hægt er að stunda heima, í fæðingarferlinu og þegar heim er komið með barnið. Lögð er áhersla á að hlusta á eigin líkama, meðvitaða kærleiksríka tengingu við barnið og notalegt umvefjandi umhverfi.

Allar velkomnar, byrjendur sem lengra komnar.

1 vika – 3.000,-kr

3 vikur – 9.000.-kr

6  vikur 16.500,-kr.

Kennari: Arnbjörg Kristín  s: 862-3700 eða akk@graenilotusinn.is.

“Meðgöngujóga í vatni hjá Arnbjörgu Kristínu var ánægjuleg hreyfing og aðstaðan notaleg og öll til fyrirmyndar. Tímarnir voru skemmtilegir og fræðandi og slökunin yndisleg. Ég lærði sannarlega eitthvað nýtt sem ég tel að hafi nýst mér afar vel í fæðingunni. Ég get með mikilli ánægju mælt með meðgöngujóga í vatni hjá Arnbjörgu Kristínu.” – Pálín Dögg

“Ég mæli hiklaust með Meðgöngujóga í vatni. Að stunda jóga í vatni á meðgöngu er yndislegt, vatnið hjálpar mikið til sérstaklega á síðustu vikum meðgöngunar. Hugleiðslan sem ég lærði styrkti mig andlega í gegnum fæðinguna og gerði hana auðveldari.” – Berglind